höggbylgutæki
- Upplýsingar
- Written by Ingólfur Kristinn Guðnason
- Flokkur: Fréttir
Við erum spennt að tilkynna að við höfum fengið nýja sendingu frá BTL, einum af leiðandi framleiðendum á sviði sjúkraþjálfunar- og lækningatækja.Í tilefni af komu vörunnar bjóðum við sérstakt tilboð á höggbylgjutæki – öflugt tæki sem hefur sannað sig í meðhöndlun stoðkerfisvandamála, vefjaskemmda og verkjameðferðar.
Höggbylgjumeðferð hefur á síðustu árum orðið ein vinsælasta aðferðin til að flýta bata, minnka verki og bæta hreyfanleika hjá sjúklingum. Með BTL höggbylgjutækinu færðu tæki sem sameinar háþróaða tækni, notendavænt viðmót og áreiðanleika sem fagfólk treystir á um allan heim.
Takmarkað magn.
Ath. uppgefið verð er án vsk.
Hafðu samband við okkur í dag til að fá frekari upplýsingar eða kynningu á tækinu.
HSA í Neskaupstað fær nýtt tæki
- Upplýsingar
- Written by Hjortur
- Flokkur: Fréttir
HSA í Neskaupstað hefur fengið afhent nýtt blóðgastæki af gerðinni Prime+ frá Novabiomedical. Tækið flýtir fyrir og auðveldar greiningu ýmissa efna í blóði og bætir þar með sjúkdómsgreiningar.Tækið er frá bandaríska hátæknifyrirtækinu Novabiomedical og er af nýjustu kynslóð slíkra tækja. Þetta er eina tækið á markaðnum sem getur greint magn jónaðs magnesíums í blóði.Nánari upplýsingar á vef Novabiomedical. Auðvitað tókum við mynd af Steinunni og tækinu!
Við óskum HSA innilega til hamingju með nýja tækið.
Prime+
- Upplýsingar
- Written by thor sigurdsson
- Flokkur: Fréttir
Inter ehf ásamt Novabiomedical tekur nú þátt í yfirgripsmikilli rannsókn á gjörgæsludeild E-6 Fossvogi og gjörgæsludeild 12B Hringbraut.
Mælt verður iMG (jónað Magnesíum). Klíníska rannsóknin er stýrð af Kristni Sigvaldasyni yfirlækni.
Tækin sem notuð eru eru frá Novabiomedical og heita Prime+.
Truflanir á iMG, Na, K og iCA geta valdið hjartsláttatruflunum og hjartastoppi. Prime+ tækið er eina tæki sinnar tegundar sem veitir yfirgripsmiklar upplýsingar um söltin og þar á meðal iMG.
Sérfræðingar frá Novabiomedical Linda og Marcin komu til landsins til að vera innan handar við upphaf rannsóknarinnar.
HJARTASTUÐTÆKI
- Upplýsingar
- Written by Hjortur
- Flokkur: Fréttir
Zoll AED Plus
Zoll AED Plus er til á lager ásamt veggfestingum og skápum.
Nánari vörulýsingu má sjá hér.
Zoll AED 3
Nánari vörulýsingu má sjá hér.
Við erum flutt!
- Upplýsingar
- Written by thor sigurdsson
- Flokkur: Fréttir
Við erum flutt!
Við erum flutt í nýtt og betra húsnæði að Vatnagörðum 12.
Aðgengi að lager er vestan við húsið.